13.8.2008 | 10:06
Ungt framsóknarfólk harmar stöðu SPM
Stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu harmar þá stöðu sem Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) er kominn í. Tap eignarhalds Borgarbyggðar á SPM er blaut tuska framan í íbúa sveitarfélagsins sem hafa staðið í þeirri góðu trú að sjóðurinn stæði á traustum grunni í ljósi góðrar afkomu undanfarin ár og yfirlýsinga sveitastjórnarfulltrúa allt fram á síðustu misseri. Vegna skorts á aðhaldi og eftirliti með fjármunum sveitarfélagsins hefur sveitarfélagið Borgarbyggð undir stjórn meirihluta Sjálfstæðisflokks og Borgararlista tapað gífurlegum fjármunum.
Hér birtist hluti ályktunar frá Félag ungra framsóknarmanna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Ályktunina í heild sinni má finna hér.
Vilja rannsókn á yfirtöku á sparisjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2008 | 12:54
Frá Ólympíu til Peking
Líklega var það árið 776 fyrir okkar tímatal sem haldin var í borginni Ólympíu í Grikklandi trúarhátíð mikil þar sem mannslíkaminn var ákaft dýrkaður. Í dag þekkjum við þessa hátíð sem Ólympíuleika og eru þeir stærsta íþróttahátíð heims, haldin á fjögurra ára fresti. Í samfélagi Grikkja til forna virðist trúin hafa verið nátengd íþróttunum og öfugt en einmitt vegna tengslanna við heiðin trúarbrögð voru leikarnir bannaðir árið 393 eftir Kristburð. Leifar trúariðkananna sjást þó enn á leikunum í dag þó líklega sé það ómeðvitað. Skýrasta dæmið er ólympíueldurinn sem haldið var lifandi við hof gyðjunnar Heru í Ólympíu til forna. Þá er nafn leikanna auðvitað tengt Ólympusfjalli þar sem hinir fornu guðir Grikkja bjuggu.
Eggert Sólberg Jónsson skrifar um Ólympíuleikana að þessu sinni
Restin af þessum pistli er að finna hér.
Allt í plati í Peking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook
11.8.2008 | 10:16
Jón Bjarnason og fúli pytturinn
Síðasta vika hefur verið nokkuð erfið fyrir Borgfirðinga, Mýramenn og alla velunnara Sparisjóðs Mýrasýslu. Varla hef ég hitt einstaklinga sem ekki hafa haft skoðun á málum og eru allir sammála um að glötun eignarhalds sjóðsins úr höndum heimamanna er sorgleg og erfið lífsreynsla. Mörgum spurningum er enn ósvarað um málið og verður fróðlegt að sjá hvað koma mun fram á fyrirhuguðum borgarafundi um málið í Borgarbyggð.
Heiða Lind Hansson skrifar um Sparisjóð Mýrarsýslu.
7.8.2008 | 12:46
SUFari vikunnar
Fyrsta innlegg af sufara vikunnar er hér með sett af stað og er ætlunin er að þetta verði reglulegur pistill. Að þessu sinni er Sigurður Aðalsteinsson sufari vikunnar. Pistilinn er hægt að skoða hérna.
6.8.2008 | 10:55
Hinsegin dagar – fögnum auknum mannréttindum samkynhneigðra
Opnunarhátíð Hinsegin daga verður haldin í Háskólabíói annað kvöld kl.20:00. Þetta er í 10 sinn sem Hinsegin dagar eru haldnir hér á landi og hefur dagskráin sjaldan eða aldrei verið jafn glæsileg og í ár.
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar um hinnsegin daga hér.
5.8.2008 | 10:02
Ályktun frá Stjórn SUF um transgenderfólk
Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna fagnar þeirri umræðu sem loksins
hefur verið tekin upp í fjölmiðlum um erfiðar aðstæður transgender fólks.
Augljóst er að auka þarf fræðslu í skólakerfinu sem og almennt í
samfélaginu um stöðu þessa minnihlutahóps enda er fáfræði ein helsta
uppspretta fordóma.
Restin á þessari ályktun er að finna hérna.
1.8.2008 | 13:30
Samfylkingin er óstjórntækur flokkur
Ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnadóttur um að Álver á Bakka við Húsavík þurfi að fara í heilstætt umhverfismat er enn einn dauðadómurinn yfir landsbyggðinni. Nú þarf ekki bara að taka álverið í umhverfismat, heldur allar rafmagnslínur og jarðvarmavirkjanir og allt sem því tengist. Ef álver á Bakka yrði að veruleika, þá yrði um að ræða fyrsta álver í heiminum sem knúið yrði einungis með orku sem kæmi frá jarðvarma.
Alex Björn Bülow skrifar um stöðu Samfylkingar í ríkistjórnarsamstarfinu hér.
28.7.2008 | 09:35
Með bundið fyrir augun og eyrnatappa í eyrum er sama gamla platan spiluð endalaust
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og þá sér í lagi Samfylkingarinnar hafa sýnt það og sannað síðustu daga að enginn er jafn blindur og sá sem ekki vill sjá. Að þeirra mati hefur flokkurinn ekki gert neitt til þess að eiga skilið skammir vegna efnahagsástandsins sem nú ríkir. Einmitt vegna þess að flokkurinn hefur ekkert gert er ástandið jafn slæmt og það er. Í rúmt ár hefur verið kallað eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum en lítið hefur verið um svör. Væri ríkisstjórnin í forsvari fyrir fyrirtæki væru eigendur þess löngu búnir að koma henni frá.
Eggert Sólberg Jónsson skrifar um stöðu ríkistjórnarinnar hér.
21.7.2008 | 11:16
Þjóðin sem safnar söfnum
Annan sunnudag í júlí síðustu ellefu ár hefur íslenski safnadagurinn verið haldinn hátíðlegur. Kastljósið beinist þá að íslenskum söfnum sem því miður fá ekki alltaf þá athygli sem þau eiga skilið. Starfsemi íslenskra safna stendur í miklum blóma um þessar mundir, ekki aðeins er meiri metnaður lagður í sýningahald heldur eru mörg söfn orðin sannkallaðar þekkingarstofnanir í héraði.
Eggert Sólberg Jónsson skrifar um söfn hérna.
18.7.2008 | 16:36
Evrópa, gullni meðalvegurinn eða ánauð.
Aldrei hættir það að koma mér á óvart hvað umræðan um Evrópusambandið er rekið með miklum gífuryrðum á báða bóga. Ein fylkingin kallar hátt að lýðræðið verði framselt til Brussel, staðreynd sem danir og finnar geta ekki hætt að brosa yfir því þegar ég spyr þá um þeirra lýðræðisframsal og ánauðin sem þeirra fólk býr við.
Hlini Melsteð Jóngeirsson ræðir um inngöngu í Evrópusambandið hérna.