Framsókn slær takt til framtíðar

Helgina 16. – 18. janúar sl. sótti ég flokksþing framsóknarmanna. Þingið stóð ekki aðeins undir væntingum mínum heldur fór langt fram úr þeim. Það einkenndist af samhug, krafti og góðri stemningu. Strax varð ég vör við þann ferska blæ sem leikur um Framsóknarflokkinn. Flokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem svarað hefur og brugðist við kalli almennings um róttækar breytingar. Forystusveit flokksins var endurnýjuð á djarfan hátt með Sigmund Davíð Gunnlaugsson kjörinn sem nýjan formann, Birki Jón Jónsson sem varaformann og Eygló Þóru Harðardóttur sem ritara. Þessi vaska sveit er skipuð ungu og mjög hæfu fólki. Einnig voru mörg mikilvæg málefni afgreidd á þinginu. Þau mikilvægustu eru að mínu mati ályktun um aðildarviðræður við Evrópusambandið með skýr skilyrði að leiðarljósi, ályktun um stjórnlagaþing, ályktun um siðareglur, ályktun um opinberar stöðuveitingar og lagabreytingar sem stuðla að auknu lýðræði í flokknum. 

Kristbjörg Þórisdóttir skrifar um framsóknarflokkinn.

Lesa allan pistilinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband