5.9.2008 | 10:53
SUFari vikunnar
4.9.2008 | 13:09
Verðbólga
Það er búið að vera áhugavert að fylgjast með fréttunum af þingi í gær sem og viðtölum við ráðherrana upp á síðkastið. Sérstaklega fannst mér áhugavert fullyrðing Ingibjargar Sólrúnar í Viðskiptablaðinu þar sem hún sagði Það er engin kreppa á Íslandi. Ég veit ekki í hvaða hún heimi býr en hún er greinilega ekki í sambandi við hinn almenna borgara í landinu því almenningur finnur vel fyrir kreppunni hér á landi. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir ungt fólk, sem er t.d. nýkomið úr námi og nýbúið að stofna fjölskyldu, kaupa íbúð, fjölskyldubílinn og er að borga af bílaláni, húsnæðisláni, námslánum og yfirdrætti sem fylgir flestum eftir námsárin. Þetta fólk finnur fyrir okurvöxtum, verðbólgu, vísitöluhækkun, hækkandi bensínverði og hækkandi matvælaverði. Á meðan skerðast lífskjör almennings enda stefnir í kaupmáttarrýrnun á Íslandi.
Að þessu sinni ritar Bryndís Gunnlaugsdóttir Formaður Sambands ungra framsóknarmanna pistil.
1.9.2008 | 10:14
Draumalandið Skagafjörður
Eins og ég hef áður sagt frá þá vaknaði ég í Ásbyrgi fyrir hálfum mánuði síðan eftir skemmtilega sumarhátíð framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi. Í gær vaknaði ég í Varmahlíð við geisla skagfirskrar sólar en á laugardagskvöldið fór fram velheppnuð Héraðshátíð framsóknarmanna í Skagafirði. Árum saman var Héraðshátíðin árviss viðburður og stór partur í skemmtanalífi margra Skagfirðinga. Síðustu ár hefur hátíðin legið í dvala en í ár fannst Skagfirðingum tími til kominn að endurvekja þennan skemmtilega viðburð.
Eggert Sólberg Jónson skrifar pistil að þessu sinni frá Héraðshátið framsóknarmanna í skagafirði.
28.8.2008 | 11:01
Til hamingju Ísland
Í dag munu strákarnir okkar koma heim frá Peking og hefur ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands efnt til fagnaðarfundar í tilefni þess. Handboltalandsliðið mun lenda á Reykjavíkurflugvelli og keyra niður Skólavörðuholt, Skólavörðustíg og Bankastræti að Arnarhóli í opnum vagni kl.18:00 í fylgd lúðrasveitar, fánabera ungs íþróttafólks og lögreglu.
Bryndís Gunnlaugsdóttir Formaður SUF skrifar um íslenska handboltaliðið. Pistilinn má lesa í heild sinni hér.
Með stöðugan kökk í hálsinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2008 | 09:53
SUFari vikunnar
26.8.2008 | 16:28
Borgarnesræða Guðna Ágústssonar
Það var fullt út úr dyrum í Félagsbæ í Borgarnesi í gærkvöldi þar sem Guðni Ágústsson ræddi stjórnmálaástandið og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Fundurinn var fyrsti fundur Guðna í fundarherferð hans um landið undir yfirskriftinni Tími aðgerða í efnahagsmálum er runninn upp. Ekki er annað hægt að segja en að Guðni byrji herferðina vel og er rétt að hvetja þá sem kost eiga á að mæta á þá fundi sem boðað hefur verið til að gera það.
Guðni hefur sýnt það á síðustu árum að þar er á ferðinni öflugur stjórnmálamaður sem vel er treystandi til þess að leiða Íslendinga í gegn um þann öldudal sem íslenskt efnahagslíf er í um þessar mundir. Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt í þá herferð að gera lítið úr þekkingu hans á efnahagsmálum. Ekki má taka mark á þeim spuna. Þeir sem efast um þekkingu hans á sviði efnahagsmála þurfa að hafa í huga að því fylgir gífurlega mikil efnahagsleg ábyrgð að stýra ráðuneyti. Guðni nýtur þess að hafa gegnt embætti ráðherra í átta ár auk þess sem hann sat í bankaráði Búnaðarbankans á sínum tíma og var m.a. formaður ráðsins í þrjú ár.
Eggert Sólberg Jónsson skrigar um fundarherferð Guðna Ágústssonar. Hér er pistillinn í heild sinni.
25.8.2008 | 12:00
Til hamingju Reykjavík
Loksins getum við Reykvíkingar haldið áfram. Nýi meirihlutinn mun byggja að stærstum hluta á þeim góða málefnasamningi sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabils. Stjórnmálin byggjast á mismunandi hugmyndum og stefnum, en einnig getu til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Það er til marks um virkni lýðræðisins að Framsóknarflokkur sleit fyrra samstarfi vegna skoðanaágreinings um mikilvæga hagsmuni borgarbúa í REI málinu. Nú hefur fundist farsæl lausn á því máli og nú heldur meirihlutinn áfram, eftir hliðarspor síðustu mánaða sem var borgarbúum sannarlega ekki að skapi. Eftir árslanga óstjórn og vandræðagang þá heldur borgin áfram með atvinnuuppbyggingu, ábyrga fjármálastjórn, frístundakortin eða framsóknarkortin eins og þau eru kölluð, öflugra almannasamgöngukerfi og úrlausn brýnna verkefna eins og í málefnum Vatnsmýrar og Sundabrautar. Í dag er því góður dagur.
Hin raunverulega siðlausa klækjapólitík
Það liggur fyrir að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, hafnaði boði Óslars Bergssonar um endurnýjun R lista samstarfs og sló R listann út af borðinu. Það var hans verk. Það liggur líka fyyir að það voru Vinstri grænir sem sprengdu R listann í loft upp á sínum tíma þegar Framsóknarflokkur vildi halda því samstarfi áfram. Það voru Vinstri grænir. Það liggur einnig fyrir að framámenn í Samfylkingu hafa talað fyrir þvi að Samfylking og Vinstri grænir myndu starfa saman í borgarstjórn í tilefni skoðanankönnunar sem sýndi að þessir flokkar gætu hugsanlega tveir myndað meirihluta. Málefnin koma svo seinna. Samfylking pantaði svo skoðanakönnun hjá Félagsvísindastofnun Háskólans þar sem ekki var einu sinni spurt um Óskar Bergsson. (Það vekur furðu að hægt sé að panta slík vinnubrögð hjá þeirri ágætu stofnun þó hægt sé að panta kannanir). Fólk þarf virkilega að gera sér grein fyrir því stórslysi sem þessir flokkar gætu valdið borginni og íslensku samfélagi ef þeir tveir næðu meirihluta í borginni. Það vita allir að Framsóknarflokkurinn var límið í R listanum og fulltrúi skynseminnar, ábyrgrar félagshyggju og uppbyggingar á innviðum borgarinnar og fyrirtækjum hennar. Að halda öðru fram er sögufölsun og móðgum við alla hugsamdi menn. Að halda því fram að svokallaður Tjarnarkvartett hafi verið betri lausn er út úr kortinu, bæði málefnalega og varðandi samstarfsvlja persóna þar. Það er engin tilviljun að kvartettinn gaf ekki út málefnasamning í þá 100 daga sem hann lifði. Engin samstaða var um neitt nema að halda völdum á meðan hagsmunir borgarbúa biðu tjón. Það er barnalegt að halda því fram að þetta samstarf hafi getað virkað. Það stefndi í stjórnarkreppu í borginni. Það er ekki það sem samfélagið þarf á tímum þar sem efnahagsástandið þarf styrka hönd og atvinnuuppbyggingu, eitthvað sem dauf og vonlaus ríkisstjórn er ekki að vinna að. Ég mæli því með að hvers konar mótmæli nú á dögum ættu að vera við stjórnaráðið þar sem hægri ríkisstjórn krata og sjálfstæðismanna hefur náð að að missa 70% fylgi niður í 50% fylgi, það stefnir í fjöldaatvinnuleysi, fjöldagjaldþrot, íburður stórnarherranna og frúanna hefur aldrei verið meiri, í ömurlegri ríkisstjórn sem virðist ekki vera með jarðtenginu við fólkið í landinu. Því ættu ungliðar krata og komma að mótmæla ríkisstjórninni, á málefnalegum forsendum því nóg er af málefnunum og glötuðum tækifærum á þeim bænum.
Agnar Bragi Bragason skrifar um siðferði í pólitík og stöðuna í Reykjavíkur borg, restin af greininni er að finna hér.
24.8.2008 | 12:00
Ályktun stjórnar SUF um nýtjan meirihluta Í Reykjavíkurborg
Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsir yfir fullum stuðningi við borgarstjórnarflokk Framsóknarflokksins í Reykjavík og málefnasamning hins nýja meirihluta, þar sem sérstaklega er tekið á hagsmunamálum ungs fólks. Framsóknarflokknum hefur ótal sinnum verið treyst til að leysa flókin verkefni á erfiðum tímum í íslenskum stjórnmálum og stendur undir þeirri ábyrgð nú sem endranær. Nýr meirihluti kemur til með að ganga ákveðinn til verka með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi.
Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna
ályktunin er einnig birt á suf.is
20.8.2008 | 13:52
Íþrótta- og æskulýðsstarf
Ólympíuleikarnir eru í hámarki þessa dagana og öfunda ég alla þá sem eru í sumarfríi núna og geta fylgst með af fullum krafti. Þar sem ég er mikil körfuboltamanneskja þá er búið að vera mjög gaman að fylgjast með heimsklassa körfubolta og vert að nefna að ég öfunda gífurlega íslenska íþróttafólkið sem fékk að hitta LeBron James enda vita þeir sem mig þekkja að hann er uppáhalds körfuboltamaðurinn minn á eftir Dennis Rodman.
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar um Ólympíuleikana hér.Ísland í undanúrslit á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2008 | 13:34
Sumarmorgun í Ásbyrgi
Í gærmorgun vaknaði ég í tjaldi í Ásbyrgi eftir velheppnaða sumarhátíð framsóknarfólks í Norðausturkjördæmi sem fram fór á laugardagskvöldið. Það er nánast ómögulegt að lýsa þeim straumum sem um smágerðan manninn fara þegar komið er út úr tjaldi að morgni á svo mögnuðum stað. Umhverfis mann er hátt og fagurt byrgið sem Sleipnir sporaði forðum. Einar Benediktsson fangaði vel þær tilfinningar sem bærast um í brjósti þess sem stendur í svipuðum sporum þegar hann segir í kvæðinu Sumarmorgunn í Ásbyrgi.
Eggert Sólberg Jónsson skrifar um Ásbyrgi, lesið meira hér.