Að nýta rétt sinn

Dagana 3. – 11. mars næstkomandi, fer fram forval hjá okkur framsóknarmönnum í Norðvesturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna, sem ráðgert er að halda laugardaginn 25. apríl. Við framsóknarmenn ákváðum á aukakjördæmisþingi á dögunum, að fram myndi fara póstkosning um fimm efstu sætin á væntanlegum framboðslista, þar sem allir félagar í framsóknarfélögum í kjördæminu hafa atkvæðisrétt. Erfitt val er fyrir höndum, þar sem fjölmargir hæfir og frambærilegir einstaklingar af báðum kynjum hafa gefið kost á sér. Það er hins vegar fagnaðarefni, að slík staða sé uppi á teningnum, enda má heita, að sjaldan eða aldrei hefur eins mikil eftirspurn verið eftir hæfu og góðu fólki til setu á Alþingi Íslendinga.

Ég vil með þessu greinarkorni skora á þá einstaklinga sem hafa áhuga á að taka þátt í forvalinu, en eru ekki skráðir í Framsóknarflokkinn, að skrá sig í flokkinn fyrir næst komandi föstudag, 27. febrúar, en skv. reglum forvalsins verður kjörskrá miðuð við félagatal flokksins eins og það liggur fyrir þann dag. Hægt er að skrá sig, t.d. með því að fara inn á heimasíðu Framsóknarflokksins, www.framsokn.is, og fylla þar út umsókn með rafrænum hætti auk þess að senda inn staðfestingu á umsókn með tölvupósti á framsokn@framsokn.is.

Heiðar Lind Hansson skrifar um póstkosningu í Norðvesturkjördæmi.

Lesa meira


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband