25.9.2008 | 13:38
Staða lögreglumanna gagnvart Dómsmálaráðuneyti
Staða lögreglumála á landinu hefur valdið mér miklum áhyggjum síðustu árin en sjaldan eða aldrei hefur ástandið verið eins slæmt og núna. Nýjasta útspil Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra gagnvart lögreglu- og tollstjóraembættinu á Suðurnesjum er með ólíkindum. Jóhann Benediksson hefur fullt traust meðal þeirra sem starfa með honum auk þess sem Suðurnesjabúar bera mikla virðingu fyrir honum og hans störfum. Jóhann gerir sér grein fyrir því að stjórn lögreglumála hér á landi er á villigötum.
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar að þessu sinni um stöðu lögreglumanna á Íslandi í dag. Meira hér.
Jóhann er toppmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2008 | 15:45
SUFari vikunnar
Sufari vikunnar að þessu sinni er að þessu sinni er Margrét Freyja Viðarsdóttir.
Hægt er að sjá upplýsingar um SUFara vikunnar hérna.
23.9.2008 | 15:57
Fjárfesting til framtíðar, ókeypis ávextir og grænmeti í skólum.
Offita og hreyfingarleysi íslenskra skólabarna hefur aukist verulega síðastliðin ár. Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar er offita einn mesti og alvarlegasti heilsuvandi nýrrar aldar. Ávaxta- og grænmetisneysla íslenskra skólabarna er með því lægsta sem þekkist í Evrópu.
Kristbjörg Þórisdóttir skrifar pistil að þessu sinni. Meira hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.9.2008 kl. 09:30 | Slóð | Facebook
22.9.2008 | 11:39
Sóst eftir sæti á meðal þeirra stóru
Í tæp 62 ár hefur aðild Íslendinga að Sameinuðu þjóðunum verið einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Fyrir um 10 árum var tekin sú ákvörðun um að Ísland myndi sækjast eftir sæti í Öryggisráði SÞ árin 2009-2010. Íslendingar gengu þá inn í samnorrænt fyrirkomulag þar sem eitt Norðurlandanna hefur boðið sig fram annað hvert kjörtímabil. Nú er um mánuður í að kosið verði milli Íslands, Austurríkis og Tyrklands um tvö laus sæti Vestur Evrópuríkja í ráðinu og spennan magnast því með hverjum deginum.
Eggert Sóberg Jónsson skrifar um baráttu Íslands um sæti í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Meira hér.
18.9.2008 | 13:53
Styrkari efnahags- og peningamálastjórn – stórefling krónunnar eða taka evru upp sem gjaldmiðil
Síðasta þriðjudag mætti ég ásamt fjölda fólks á Sólon þar sem skýrsla gjaldmiðilsnefndar Framsóknarflokksins var kynnt. Á fundinum var farið stuttlega yfir starf nefndarinnar og niðurstöður kynntar. Þar kom skýrt fram að það eru aðeins tveir möguleikar, annað hvort að styrkja krónuna eða taka upp evru. Aðrir möguleikar séu óframkvæmanlegir og ekki lausn á þeim vandamálum sem nú eru til staðar.
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar um efnahagsmál að þessu sinni. Meira hér.
Lánshæfismat ríkisins staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2008 | 17:12
SUFari vikunnar
15.9.2008 | 16:37
Menntamálaráðherra gerir ekki neitt
Í síðustu viku spurði Birkir J. Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins menntamálaráðherra hvort hið opinbera ætlaði sér að koma til móts við þá íslensku námsmenn erlendis sem orðið hafa fyrir barðinu á gengishruni íslensku krónunnar. Svör menntamálaráðherra ollu vonbrigðum enda sagði hún að ekki stæði til að gera neitt til þess að koma til móts við erfiða stöðu íslenskra námsmanna erlendis.
Eggert Sólberg Jónsson skrifar um viðbrögð menntamálaráðherra við efnahagsvanda námsmanna. Meira hér.
11.9.2008 | 17:01
SUFari vikunnar.
10.9.2008 | 10:04
Innantóm loforð Samfylkingarinnar
Á 4 ára fresti er kosið til Alþingis og allir stjórnmálaflokkar leggja fram stefnuskrá þar sem fram kemur hverju flokkarnir vilja koma áleiðis. Síðan eru yfirleitt 2-4 ákveðin mál sem eru keyrð áfram af meiri krafti en önnur, þetta eru oftast áberandi kosningaloforð stíluð á ákveðin markhóp. Allir flokkar gera þetta, Framsókn sem og aðrir. En þeir flokkar sem komast í ríkisstjórn eru hins vegar ábyrgir fyrir því að reyna að koma sínum kosningaloforðum í framkvæmd.
Bryndís Gunnlaugsdóttir ritar að þessu sinni um kosningaloforð Samfylkingarinnar. Meira hér.
8.9.2008 | 11:12
Hvers vegna er ekki samið við ljósmæður?
Deila ljósmæðra og ríkisins virðist vera í hnút. Ekkert hefur verið fundað um helgina og næsti fundur í deilunni er ekki boðaður fyrr en á morgun. Ég er miður mín yfir því að til verkfalls hafi þurft að koma hjá ljósmæðrum. Eitt af því fáa sem ég hélt að stæði skýrt og óteygjanlegt í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er að bæta ætti sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera og þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta. Nú er komið í ljós að ég hafði rangt fyrir mér. Orðin í stjórnarsáttmálanum eru innantóm.
Eggert Sólberg Jónsson ritar að þessu sinni pistil um deilur ljósmæðra við ríkið. Meira hér.