Verðbólga

Það er búið að vera áhugavert að fylgjast með fréttunum af þingi í gær sem og viðtölum við ráðherrana upp á síðkastið. Sérstaklega fannst mér áhugavert fullyrðing Ingibjargar Sólrúnar í Viðskiptablaðinu þar sem hún sagði „Það er engin kreppa á Íslandi“. Ég veit ekki í hvaða hún heimi býr – en hún er greinilega ekki í sambandi við hinn almenna borgara í landinu því almenningur finnur vel fyrir kreppunni hér á landi. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir ungt fólk, sem er t.d. nýkomið úr námi og nýbúið að stofna fjölskyldu, kaupa íbúð, fjölskyldubílinn og er að borga af bílaláni, húsnæðisláni, námslánum og yfirdrætti sem fylgir flestum eftir námsárin. Þetta fólk finnur fyrir okurvöxtum, verðbólgu, vísitöluhækkun, hækkandi bensínverði og hækkandi matvælaverði. Á meðan skerðast lífskjör almennings enda stefnir í kaupmáttarrýrnun á Íslandi.

Að þessu sinni ritar Bryndís Gunnlaugsdóttir Formaður Sambands ungra framsóknarmanna pistil. 

Meira hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband