Alvarleg staða í íslensku efnahagslífi

Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um stöðuna í íslensku efnahagslífi.

Ungir framsóknarmenn í Reykjavík lýsa yfir verulegum áhyggjum af grafalvarlegri stöðu efnahagsmála nú um mundir. Það liggur fyrir að allt þetta ár hafa verið blikur á lofti um harða lendingu í íslensku efnahagslífi. Nú steðjar að vandi sem meðal annars á upptök sín í alþjóðlegri fjármálakreppu en auk þess eru hér aðstæður sem aðrar þjóðir standa ekki frammi fyrir. Stjórnvöld hafa allt þetta ár flotið sofandi að feigðarósi og það er grátlegt að rifja upp yfirlýsingar ráðamanna undanfarnar vikur og mánuði. Gengi íslensku krónunnar er í frjálsu falli og afleiðingunum verður vart lýst öðruvísi en að hér ríki gjaldeyriskreppa. Lífskjaraskerðing, fjöldagjaldþrot og atvinnuleysi blasa við fjöldamörgum heimilum og fyrirtækjum. Nauðsynlegt er að ráðast strax í samhentar aðgerðir með það að markmiði að snúa við þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp.

Ályktunin má sjá í heild sinni hér. 


mbl.is Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt það besta í lífinu er ókeypis!

Allt síðastliðið ár hafa óveðursskýin verið að hrannast upp í kringum okkur Íslendinga sem eigum eitt fallegasta land í heimi og erum ein auðugasta þjóð heims. Fyrir því eru margar ástæður, meðal annars: átta- og aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda og Seðlabanka til þess að bregðast við erfiðum aðstæðum, órói og hamfarir í alþjóðlegum fjármálakerfum og niðursveifla eftir mikla uppsveiflu.

Að þessu sinni ritar Kristbjörg Þórisdóttir pistil um stöðu mála á Íslandi. Pistilinn má lesa í heild sinni hérna.


mbl.is Skuldir bankanna þjóðinni ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðaleysi í efnahagsmálum

Nú er rúmlega ár frá því að framsóknarmenn vöruðu við að alþjóðleg fjármálakreppa gæti skollið á hér á landi og gera þyrfti ráðstafanir til að mæta þeirri stöðu. Eftir mesta uppgangstímabil Íslandssögunnar voru blikur á lofti um alþjóðlegan vanda sem gæti komið illa niður á Íslendingum þar sem heldur geyst hafi verið farið hér á landi í fjárfestingum og lántökum í einkageiranum. Ríkissjóður var samt sem áður skuldlaus sem er fátítt í samfélagi þjóðanna.
 
Ítrekaðar tillögur framsóknarmanna í efnahagsmálum

Haustið 2007 og sumarið 2008 hefur þingflokkur Framsóknarflokksins lagt fram ítarlegar tillögur í efnahagsmálum, í anda samvinnuhugsjónarinnar sem hefur svo oft komið þessari þjóð til bjargar, þar sem hjarta hefur slegið í takt með aðilum vinnumarkaðarins, fyrirtækja og virtra fræðimanna sem hafa tekið undir.

 

Agnar Bragi Bragasson skrifar um efnahagsmálastefnu ríkistjórnarinnar að þessu sinni. Greinina má sjá í heild sinni hér.


mbl.is Lokað fyrir viðskipti með bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bót unnin á svartsýni og böl

Síðasta vika var sérstök og minnti einna helst á kvikmynd með Bill Murray  frá fyrri hluta 9. áratugar síðustu aldar þar sem hver dagur var öðrum verri. Það gefur því að skilja að föstudagurinn var undarlegasti dagur vikunnar. Það var sama hvort ég fór í bankann, búðinni eða gekk um ganga Háskóla Íslands; óvissan og vonleysið skein úr andlitum fólks. Þegar ég kom heim eftir langan dag var ég uppgefinn eftir neikvæðnina og mótlætið sem skollið hafði á manni allt frá morgni dags. Við það bættist kvíði ef eitthvað svipað yrði upp á teningnum þegar ég vaknaði á laugardagsmorgni. 

 Eggert Sólberg Jónsson skrifar að þessu sinni pistil. Hann má sjá í heild sinni hér.


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið liggur við

Tími samvinnu og sáttaleiða er runnin upp. Eftir umræðurnar á Alþingi í gær stendur eitt uppi: úrræðaleysið er algert. Ég vill taka undir með þeim sem tala fyrir hinu víðtæka samráði. Stjórnmálamenn verða að leggja niður flokkaþras og bretta úr ermum til að leysa vandamálið sem nú steðjar að landinu, saman! Fregnir af hugsanlegri hættu á olíuleysi á landinu sem og verðandi vöntunar á innfluttum vörum í verslunum, er til vitnis um það að ástandið sé orðið meira en grafalvarlegt, í raun ótrúlegt!

Heiðar Lind Hansson skrifar að þessu sinnu um samvinnu í þjóhagsmálum. Greinina má finna í heild sinni hér.


mbl.is Mætt snemma til funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórn SUF krefst aðgerða í efnahagsmálum

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna átelur ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fyrir að taka ekki strax á
fyrirsjáanlegum þrengingum í efnahagslífi þjóðarinnar þegar ljóst
var í hvað stefndi fyrir rúmu ári síðan. Á þeim tíma sem liðinn
er síðan flokkarnir tóku við stjórn landsmála hafa talsmenn þeirra
hvað eftir annað skellt skollaeyrum við varnaðarorðum framsóknarmanna
og annarra í samfélaginu sem bent hafa á fjölmörg hagstjórnarmistök
sem gerð hafa verið á stuttum tíma.

Ályktunina má lesa í heild sinni hér.


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUFari vikunnar

SUFari vikunnar að þessu sinni er Bryndís Gunnlaugsdóttir formaður SUF. Meira hér.

Aðalfundir og kjördæmisþing

Í tilefni af því að haustin eru tími aðalfunda og kjördæmisþinga í flokksstarfinu er ágætt að fara yfir nokkur atriði sem tengjast þessum samkomum til upprifjunar.

Eggert Sólberg Jónsson skrifar um skipulag flokksstarfsins að þessu sinni. Meira hér. 


Skopmynd 29. September

Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson er ungur og efnilegur skopmyndateiknari úr Hafnarfirði. Hann kemur til með að senda inn skopmyndir á heimasíðu Sambands ungra framsóknarmanna reglulega í vetur og birtist hans fyrsta mynd í dag.

Skopmynd suf.is


mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgöngur til og frá höfuðborginni

Að undanförnu hafa átt sér stað talsverðar umræður um samgöngumál og umferðaröryggi. Sú umræða hefur oftar en ekki skapast í framhaldi af slysum eða umferðaróhöppum og inn í þá umræðu blandast eðlilega samgöngur til og frá Reykjavík. Það er því hryggilegt að sjá hversu litla áherslu stjórnvöld leggja á frekari samgöngubætur til og frá höfuðborginni okkar.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi hafa síðastliðin ár lagt mikla áherslu á mikilvægi tvöföldunar á þjóðvegi 1 frá Holtavörðuheiði að Kollafirði. Hafa samtökin bent á mikilvægi þess að hefjast framkvæmda sem fyrst vegna þeirrar miklu aukningar á þungaflutningum á þessum slóðum síðastliðin ár. Hafa önnur samtök, þar á meðal íbúasamtökin á Kjalanesi sem og Hverfisráð Kjalarness, sent frá sér ályktanir sem snúa að þessum málum.

Þórir Ingþórsson skrifar að þessu sinni um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Meira hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband