27.10.2008 | 13:00
Maður er manns gaman
Um helgina fór fram velheppnað kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi. Þingið var það þriðja í röðinni af fimm. Það er mjög gaman að fylgjast með þeim umræðum sem fram fara á þingunum. Þær eru vissulega ólíkar milli kjördæma og bera þess öll merki í ár að Íslendingar eru að ganga í gegnum mikið erfiðleikatímabil.
Þing kjördæmissambandanna eru með mikilvægustu stofnunum innan flokksins. Þar hefur grasrótin tækifæri til þess að koma skilaboðum til þeirra sem standa í stafni flokksins. Oftast halda þingmennirnir sig heldur til hlés á þingunum þar sem þeir eru komnir til þess að hlusta á sína kjósendur. Þannig var það um helgina. Grasrótin talaði og kom skýrum skilaboðum til sinna þingmanna.
Eggert Sólberg Jónsson skrifar um kjördæmisþing framsóknarmanna í norðausturkjördæmi.
27.10.2008 | 09:50
Sparnaðarráð SUF 27. Október 2008
24.10.2008 | 10:15
Sparnaðarráð SUF 24 Október 2008
Plokkaðu augabrúnirnar sjálf/ur.
23.10.2008 | 14:16
Nýtt Ísland með nýrri kynslóð stjórnmálamanna
Ljóst er að Íslendingar munu eiga mikið verk framundan við að byggja upp land, þjóð og orðspor næstu árin. Traust íslenskra stjórnvalda er lítið sem ekkert og eru orð ráðamanna tekin með miklum fyrirvara og tæplega talin trúandi. Mörgu þarf að breyta á Íslandi á næstu árum, efnahagsstjórninni meðal annars. Ég tel einnig mikilvægt að ný viðhorf ryðji sér til rúms í stjórnmálum. Nú þarf ný kynslóð stjórnmálamanna að koma fram á sjónarsviðið og nýta sér reynslu hinna eldri en kraft hina ungu til að byggja upp land og þjóð. Og með reynslu á ég við að það þarf að læra af því sem vel hefur verið gert í fortíðinni og sömuleiðis því sem miður hefur farið.
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar að þessu sinni um stöðu stjórnmálamanna á Íslandi.
RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 11:06
SUFari vikunnar
21.10.2008 | 15:03
Ný samfélagsgerð
Á rölti mínu í fyrradag tók ég sérstaklega vel eftir öllum litríku laufblöðunum sem þöktu gangstéttina. Svo þykkt var lagið að það var eins og að ganga á teppi. Í öllum haustsins litum lágu þau. Þessi lauf sem boða koma vetrarins. Þau hafa lokið sínu hlutverki. Sú samfélagsgerð sem þróast hefur á Íslandi síðustu árin er kannski ekki ósvipuð þessum laufum. Hún er fallin til jarðar og hefur lokið sínu hlutverki. Eftir þetta sviptingarmikla haust og erfiðan óumflýjanlegan vetur þá mun vora á ný. Rétt eins og brumið kemur á ný með nýjum laufum þá mun gróska verða á Íslandi á næstu misserum og úr henni springa ný lauf, nýrrar samfélagsgerðar.
Kristbjörg Þórisdóttur skrifar að þessu sinni pistil um aðstæður í samfélaginu. Lesa má pistilinn í heild sinni hér.
Íslands-heilkennið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 09:55
Horft til Finnlands
Eftir að hafa gengið í gegn um gríðarlegar efnahagsþrengingar í upphafi síðasta áratugar síðustu aldar blésu Finnar til sóknar sem skilaði þeim öfundsverðum árangri. Atvinnuleysið í Finnlandi fór í 16,5% á landsvísu og á ákveðnum svæðum fór það upp í allt að 50% þegar verst var. Sömuleiðis lækkaði húsnæðisverð um allt að 50% og finnska markið féll gagnvart erlendum gjaldmiðlum um 18-25%.
Eggert Sólberg Jónssson skrifar um Finnsku leiðina. Pistillinn má lesa hér í heild sinni.
Stjórnvöld skilningslaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 09:51
Nýja Ísland
Þungbært áfall síðustu viku hefur gert okkur það ókleift að halda úti sjálfstæðri mynt. Fyrir hrunið var eðlilegt að skoða og meta alla kosti til hlítar. Gjaldmiðilsskýrsla Framsóknarflokksins sýndi með rökum að kostirnir voru í raun aðeins tveir, en nú blasir aðeins einn kostur við að okkar mati. Upptaka evru í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu er eini raunhæfi valkosturinn í núverandi stöðu ef Ísland á áfram að vera hluti af innri markaði Evrópu.
Að þessu sinni ritar þríeyki grein inn á suf.is. Þau Bryndís Gunnlaugsdóttir, Gestur Guðjónsson og Friðrik Jónsson. Greinin í held sinni má finna hér.
ESB-leiðtogar styðja Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 09:55
Rússíbanareið
Ég skrifaði síðasta pistil minn á suf.is fyrir viku síðan rétt eftir að forsætisráðherra tilkynnti í aukafréttatíma Sjónvarpinu að ekki yrði gripið til neinna sérstakra ráðstafana vegna þeirrar stöðu sem upp var komin í efnahagslífi þjóðarinnar enda væri ekki ástæða til þess. Fjallið tók joðsótt og það fæddist mús hugsaði maður með sér. Þegar Geir vaknaði á mánudagsmorgun blasti hins vegar við honum öllu verri staða. Það var þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar þörf á sérstökum aðgerðum enda voru tveir af þremur stærstu bönkum þjóðarinnar nánast komnir að fótum fram.
Á mánudagsmorgun boðar Geir formenn stjórnarandstöðuflokkanna á sinn fund þar sem hann gerir þeim í fyrsta sinn grein fyrir þeirri stöðu sem upp er komin. Hann boðar að lagt verði fram frumvarp sem hafi það að markmiði að tryggja áframhaldandi almenna bankastarfssemi í landinu sem og að tryggja innstæður almennings í bönkunum. Loks var Íbúðalánasjóði veitt heimild til þess að taka yfir íbúðalán í eigu annarra fjármálastofnana sem kemur í veg fyrir að almenningur tapi húsnæði sínu þó svo lánveitandinn fari í þrot.
Eggert Sólberg Jónsson skrifar um stöðu mála í dag. Pistilinn má lesa í heild sinni hér.
Fundað stíft með IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 16:11