Ný samfélagsgerð

Á rölti mínu í fyrradag tók ég sérstaklega vel eftir öllum litríku laufblöðunum sem þöktu gangstéttina. Svo þykkt var lagið að það var eins og að ganga á teppi. Í öllum haustsins litum lágu þau. Þessi lauf sem boða koma vetrarins. Þau hafa lokið sínu hlutverki. Sú samfélagsgerð sem þróast hefur á Íslandi síðustu árin er kannski ekki ósvipuð þessum laufum. Hún er fallin til jarðar og hefur lokið sínu hlutverki. Eftir þetta sviptingarmikla haust og erfiðan óumflýjanlegan vetur þá mun vora á ný. Rétt eins og brumið kemur á ný með nýjum laufum þá mun gróska verða á Íslandi á næstu misserum og úr henni springa ný lauf, nýrrar samfélagsgerðar.

Kristbjörg Þórisdóttur skrifar að þessu sinni pistil um aðstæður í samfélaginu. Lesa má pistilinn í heild sinni hér. 


mbl.is Íslands-heilkennið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband