3.11.2008 | 09:56
Sparnaðarráð SUF 3 Nóvember
1.11.2008 | 16:13
Alsaklaus í illþyrmislegu löggugabbi
Lögregla leitaði nýverið í húsakynnum ungs austfirðings að fíkniefnum. Ekkert fannst. Breskar rannsóknir sýna að þrátt fyrir fleiri leitir lögreglu fjölgi handteknum ekki.
Gunnar Gunnarsson spyr um afleiðingar árangurslausra leita.
Meira hér.1.11.2008 | 15:54
Sparnaðarráð SUF 1 Nóvember
Heimagerð lúxus-sápa, algjörlega tilvalin til jólagjafa.
Smellið hér fyrir uppskrift og leiðbeiningar hvernig skal búa til lúxussápu.
31.10.2008 | 16:25
Sparnaðarráð SUF 31 Október
það að útbúa til dæmis hamborgarana, fiskbollurnar, pizzurnar, súpurnar
eða ofnfiskréttina sjálf. Staldraðu við og berðu saman verð í
versluninni þinni og mundu að athuga kílóverð á pakkningum eða hillum,
það er hið raunverulega verð.
30.10.2008 | 15:15
Áfram Ísland
Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar fyrir alla íslendinga. Á hverjum degi birtast fréttir af hópuppsögnum víðsvegar um landið á sama tíma og ósamstæð ríkisstjórn getur ekki verið sammála um hvort vaxtahækkanir séu einkaákvörðun Davíðs Oddssonar eða skilyrði frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Á svona dögum er mikilvægt að leita til jákvæðra atburða. Í gær sigraði íslenska karlalandsliðið í handbolta Belgíu mjög auðveldlega og var það mjög gott fyrir þjóðarstoltið.
Bryndís Gunnlaugsdóttir Formaður SUF skrifar að þessu sinni pistil um þjóðarandann.
Skjárinn segir öllum upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008 | 11:26
Sparnaðarráð SUF 30 Oktbóber
29.10.2008 | 09:57
SUFari vikunnar.
SUFari vikunnar að þessu sinni er Fanný Guðbjörg Jónsdóttir.
Til að lesa meira um SUFara vikunnar smellið þá hér.
29.10.2008 | 09:56
Sparnaðarráð SUF 29 Október
28.10.2008 | 15:32
Sparnaðarráð SUF 28. Október
Safnaðu klinki í bauk. Margt smátt gerir eitt stórt.
28.10.2008 | 15:31
Nýir tímar
Þessa daganna er ávallt verið að ræða um allt hið nýja. Nýi Landsbankinn, nýi Glitnir og nýi Kaupþing. Ég held að skammsýni sé ráðandi ef ekki á að ganga lengra. Peningamálastefnan sem hefur verið við lýði er fallin um sjálft sig vegna óhóflegrar útþenslu bankanna og algjörs misbrests í eftirliti með bönkum landsmanna. Sjálfstæðismenn höfðu enga hugsjón ráðandi í seinustu kosningabaráttu en skutu þeirri staðreynd fram að þeir væru góðir að stjórna.
Hlini Melsteð Jóngeirsson skrifar að þessu sinni pistil um samfélagsbreytingar á Íslandi.