Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Heimalærdómur fyrir unga og nýþvegna krata

Í morgun birtist leiðari á heimasíðu kollega minna í ungum jafnaðarmönnum. Þar ritar kjarnakonan og stórvinkona mín Björg Magnúsdóttir, nýskipaður kosningastjóri UJ og fyrrv. formaður Stúdentaráðs um 20% niðurfellingartillögu framsóknarmanna. Telur hún meginástæður fyrir þessari tillögugerð framsóknarmanna vera ,,örvæntingafull atkvæðasöfnun” og það sé í raun í hæsta máta óábyrgt af stjórnmálaflokkum ,,að veifa pakka framan í kjósendur rétt fyrir kjördag”.

Ekki get ég skilið Björgu vinkonuna mína betur en svo, að hún vilji leggja það til umræðunnar, að ein allsherjarþöggun þurfi að eiga sér stað hjá íslenskum stjórnmálaflokum og þá helst þeim stjórnmálaflokkum sem nú sitja í stjórnarandstöðu á Alþingi. Þeir eigi að halda sig til hlés í skammarkrók hinnar pólitísku rétthugsunar og leyfa vinstri flokkunum að maka sinn krók í friði.

 Heiðar Lind Hansson skrifar að þessu sinni. Færsluna má finna í heild sinni hér.


mbl.is Baugur styrkti Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ályktun frá FUF í Skagafirði

Félagsfundur í Félagi ungra framsóknarmanna í Skagafirði fagnar því að fjármálaráðherra sé búinn að stofna nefnd til að fara yfir áfengislöggjöfina, sem er fyrir löngu orðin úreld. Ungir framsóknarmenn í Skagafirði hvetja nefndina til að fara yfir löggjöfina með opnum huga og færa hana til nútímans. Ungir framsóknarmenn í Skagafirði óttast að stefna Vinstri Grænna verði áberandi með höft og bönn í fyrirrúmi. Það ber að varast. Enda höfum við áhyggjur að fjármálaráðherra ætli að banna bjórinn aftur.

Ályktunin er birt á suf.is hér.


mbl.is Sterk skilaboð frá yngra fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn slær takt til framtíðar

Helgina 16. – 18. janúar sl. sótti ég flokksþing framsóknarmanna. Þingið stóð ekki aðeins undir væntingum mínum heldur fór langt fram úr þeim. Það einkenndist af samhug, krafti og góðri stemningu. Strax varð ég vör við þann ferska blæ sem leikur um Framsóknarflokkinn. Flokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem svarað hefur og brugðist við kalli almennings um róttækar breytingar. Forystusveit flokksins var endurnýjuð á djarfan hátt með Sigmund Davíð Gunnlaugsson kjörinn sem nýjan formann, Birki Jón Jónsson sem varaformann og Eygló Þóru Harðardóttur sem ritara. Þessi vaska sveit er skipuð ungu og mjög hæfu fólki. Einnig voru mörg mikilvæg málefni afgreidd á þinginu. Þau mikilvægustu eru að mínu mati ályktun um aðildarviðræður við Evrópusambandið með skýr skilyrði að leiðarljósi, ályktun um stjórnlagaþing, ályktun um siðareglur, ályktun um opinberar stöðuveitingar og lagabreytingar sem stuðla að auknu lýðræði í flokknum. 

Kristbjörg Þórisdóttir skrifar um framsóknarflokkinn.

Lesa allan pistilinn


Ráðþrota ríkistjórn

Fyrir viku síðan kynnti forysta Framsóknarflokksins á blaðamannafundi tillögur til úrbóta í efnahagsmálum þjóðarinnar. Eins ótrúlegt og það kann að hljóma eru þetta einu útfærðu tillögurnar í atvinnu- og efnahagsmálum sem íslenskur stjórnmálaflokkur hefur lagt fram til þess að ráða bót á þeirri stöðu sem uppi er í dag, þ.e. að mögulega verði hér kerfishrun, fyrirtækin í landinu eru að klára sitt eigið fé og heimilin eru að kanna hvernig best er að fara í þrot. Maður hefði því haldið að aðrir stjórnmálaflokkar kæmu til með að fagna þeirri vinnu sem framsóknarmenn höfðu lagt í en nei, annað kom á daginn. 

Jóhanna Sigurðardóttir var fyrst til þess að tjá sig um tillögurnar. Bersýnilega hafði hún ekki kynnt sér þær þegar hún gaf út þá yfirlýsingu að Íbúðalánasjóður færi „lóðbeint á hausinn“. Hefði hún lesið tillögurnar vissi hún að nýju bankarnir fengu á sínum tíma lánasöfn gömlu bankanna með verulegum afslætti eða 50%. Með því að færa lánin yfir til Íbúðalánasjóðs á sama verði er tryggt að sú niðurfelling sem þegar hefur átt sér stað skili sér til skuldara.

Eggert Sólberg Jónsson skrifar um ríkistjórn Íslands.

Lesa meira


mbl.is 3 milljarðar sagðir afskrifaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að nýta rétt sinn

Dagana 3. – 11. mars næstkomandi, fer fram forval hjá okkur framsóknarmönnum í Norðvesturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna, sem ráðgert er að halda laugardaginn 25. apríl. Við framsóknarmenn ákváðum á aukakjördæmisþingi á dögunum, að fram myndi fara póstkosning um fimm efstu sætin á væntanlegum framboðslista, þar sem allir félagar í framsóknarfélögum í kjördæminu hafa atkvæðisrétt. Erfitt val er fyrir höndum, þar sem fjölmargir hæfir og frambærilegir einstaklingar af báðum kynjum hafa gefið kost á sér. Það er hins vegar fagnaðarefni, að slík staða sé uppi á teningnum, enda má heita, að sjaldan eða aldrei hefur eins mikil eftirspurn verið eftir hæfu og góðu fólki til setu á Alþingi Íslendinga.

Ég vil með þessu greinarkorni skora á þá einstaklinga sem hafa áhuga á að taka þátt í forvalinu, en eru ekki skráðir í Framsóknarflokkinn, að skrá sig í flokkinn fyrir næst komandi föstudag, 27. febrúar, en skv. reglum forvalsins verður kjörskrá miðuð við félagatal flokksins eins og það liggur fyrir þann dag. Hægt er að skrá sig, t.d. með því að fara inn á heimasíðu Framsóknarflokksins, www.framsokn.is, og fylla þar út umsókn með rafrænum hætti auk þess að senda inn staðfestingu á umsókn með tölvupósti á framsokn@framsokn.is.

Heiðar Lind Hansson skrifar um póstkosningu í Norðvesturkjördæmi.

Lesa meira


Góðar tillögur - Frumkvæði Framsóknarflokksins


Á blaðamannafundi fyrr í dag kynnti forysta Framsóknarflokksins tillögur til úrbóta í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þar kennir ýmissa grasa en allar miða tillögurnar að því að bæta hag heimilanna, efla atvinnulíf og endurreisa bankakerfið. 

Fyrir heimilin í landinu ber það hæst að gerð er tillaga um 20% skuldaniðurfellingu vegna allra húsnæðislána. Sú aðgerð mun koma til með að létta greiðslubyrði fólks og fyrirtækja auk þess sem hún gefur fólki aukið svigrúm til að greiða af öðrum lánum en húsnæðislánum. Þannig eykur aðgerðin flæði fjármagns í hagkerfinu. 

Önnur aðgerð sem kemur heimilunum til góða er hækkun hámarkslána íbúðalánasjóðs í 30 milljónir um leið og lánshlutfallið er lækkað í 70%. Lánshlutfall á ódýrari eignum yrði þó áfram 80% til þess að koma til móts við þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Stimpilgjöld yrðu sömuleiðis afnumin án tafar.

Eggert Sólberg Jónsson skrifar um efnahagstillögur framsóknarflokksins. Meira hér


mbl.is Vextir lækki strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifi byltingin!

Okkur tókst það og ungt fólk í framsóknarflokknum brosir út að eyrum. Á leið út úr Valsheimilinu á Hlíðarenda seint í gærkvöldi þegar búið var að ganga frá eftir 30. flokksþing framsóknarmanna sagði einn SUF-ari við mig: „Við þurfum að gera þetta oftar“. „Hvað þá?“ spurði ég á móti. „Að bylta stjórnmálaflokkum“ segir þá SUF-arinn. Það var ekki fyrr en þá sem ég áttaði mig á því hvað í raun og veru hafði gerst um helgina. Ungt fólk sem krafðist breytinga hafði gert byltingu í þessum elsta stjórnmálaflokki landsins. 
„Það eru óvenjulegir tímar og fólk virðist tilbúið til óvenjulegra hluta“ sagði nýr formaður flokksins þegar hann gaf kost á sér. Hann hafði rétt fyrir sér. Meðalaldur nýrrar forystusveitar flokksins er aðeins 33 ár og verður það að teljast óvenjulegt í íslenskum stjórnmálum.  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður er aðeins 33 ára SUF-ari. Hann er yngsti formaður flokksins frá upphafi. Birkir Jón Jónsson, varaformaður er 29 ára SUF-ari. Eygló Harðardóttir, ritari er 36 ára og nýskriðin af SUF-aldri. 

 Pistil dagsins skrifar Eggert Sólberg Jónsson og smelltu hér til að sjá hann í heild sinni. 


mbl.is Flokknum bjargað, segir Siv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki rétt að kjósa til stjórnlagaþings?

Fullveldinu 1918 fylgdi ný stjórnarskrá til handa Íslendingum. Hún tók gildi árið 1920 og var í gildi allt til 17. júní 1944. Þá tók gildi sú stjórnarskrá sem við styðjumst við í dag þó hún sé að stærstum hluta samhljóða stjórnarskránni frá 1920. Helstu breytingarnar snéru að því að felld voru út ákvæði um konung og innleidd ákvæði um forseta. Þá voru smærri breytingar gerðar hér og þar, m.a. breytingar sem snéru að synjunarvaldi forsetans.

Eggert Sóberg Jónsson skrifar um stjórnlagaþing. 

Meira hér


SUFari vikunnar

SUFari vikunnar er Eygló Harðardóttir alþingismaður.

Meira hér


Ný Framsókn!

Nú er í tísku að tala um allt nýtt, nýja Landsbankann, nýja Ísland, nýja ríkisstjórn, nýja seðlabankastjóra og nýjar skuldir. Þannig að ég ætla að taka þátt í nýjasta tískufyrirbæri landsins – nú vil ég sjá “Nýja Framsókn”

Reyndar, þá vil ég ekki beint sjá nýja Framsókn heldur vil ég endurvekja gömlu Framsókn, nefnilega samvinnuna, ungmennafélagshugsjónina. Ég vil leita til þess tíma þegar grasrótin stjórnaði og kjörnir fulltrúar voru þeirra rödd á vettvangi stjórnmálanna. Það fer ekki fram hjá neinum að ákveðnir aðilar innan Framsóknarflokksins hafa villst af leið á síðustu árum. Einhvern tímann lenti flokkurinn í þoku og tók ranga beygju en nú hefur þokunni létt og við, grasrótin í flokknum, höfum hafið það starf að leiða flokkinn í rétta átt. 

Bryndís Gunnlaugsdóttir skriafr um framtíð Framsóknar

Meira hér


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband