Góðar tillögur - Frumkvæði Framsóknarflokksins


Á blaðamannafundi fyrr í dag kynnti forysta Framsóknarflokksins tillögur til úrbóta í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þar kennir ýmissa grasa en allar miða tillögurnar að því að bæta hag heimilanna, efla atvinnulíf og endurreisa bankakerfið. 

Fyrir heimilin í landinu ber það hæst að gerð er tillaga um 20% skuldaniðurfellingu vegna allra húsnæðislána. Sú aðgerð mun koma til með að létta greiðslubyrði fólks og fyrirtækja auk þess sem hún gefur fólki aukið svigrúm til að greiða af öðrum lánum en húsnæðislánum. Þannig eykur aðgerðin flæði fjármagns í hagkerfinu. 

Önnur aðgerð sem kemur heimilunum til góða er hækkun hámarkslána íbúðalánasjóðs í 30 milljónir um leið og lánshlutfallið er lækkað í 70%. Lánshlutfall á ódýrari eignum yrði þó áfram 80% til þess að koma til móts við þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Stimpilgjöld yrðu sömuleiðis afnumin án tafar.

Eggert Sólberg Jónsson skrifar um efnahagstillögur framsóknarflokksins. Meira hér


mbl.is Vextir lækki strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband