Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Minkurinn í hænsnakofanum

Þingmaður síðustu viku er Helga Sigrún Harðardóttir. Það hefur verið gaman að fylgjast með henni í þinginu síðan hún tók við þingmennsku við erfiðar aðstæður og með sama áframhaldi verður hún sá þingmaður sem pólitískir andstæðingar hennar óttast hvað mest.

Einn var sá ráðherra sem ætlaði sér að hafa það náðugt í kreppunni. Á meðan spjótin beindust að öðrum ráðherrum væru minni líkur á að nafn hans yrði dregið inn í umræðuna um slæma frammistöðu stjórnarinnar. „Fyrst nafnið mitt er ekki nefnt eru minni líkur á að fólk tengi mig við kreppuna þegar kemur að kosningum“ hugsaði heilbrigðisráðherrann. Þá kom Helga Sigrún til sögunnar og dró hann upp úr holunni  sem hann hafði komið sér fyrir í.

Eggert Sólberg Jónsson skrifar um nýja alþingismenn og einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. 

Meira hér.
mbl.is Viðskiptaráðherra sækir ráðherrafund EFTA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf til Davíðs

Reykjavík, 20. Nóvember 2008
Seðlabanki Íslands
b/t Davíð Oddsson
Kalkofnsvegi 1
101 Reykjavík

Kæri Davíð

Þú þekkir okkur sennilega ekki, en okkur finnst við sannarlega þekkja þig. Þú hefur verið fjölskylduvinur hjá okkur flestum síðan fyrir fermingu og við vöndumst því að hlusta á þig tala og hlæja og okkur finnst alltaf jafn heimilislegt þegar þú birtist heima hjá okkur. Um tíma óttuðumst við að það yrði minna um heimsóknir frá þér vegna þess að þú fékkst sjálfum þér nýja vinnu. En viti menn, þú varst samt alltaf til í að kíkja við hjá okkur með eitthvað nýtt og spennandi í pokahorninu, nýja stýrivexti, óreiðumenn eða annað skemmtilegt.

Okkur langar endilega til að bjóða þér í mat. Það kreppir nú að vísu að hjá okkur, en aldrei svo að við getum ekki boðið vinum okkar í mat og átt skemmtilegt spjall. Það er bara svo margt að skrafa.

Við heyrðum þig nefnilega segja svo merkilega hluti á þriðjudaginn. Þú sagðir okkur frá því hvernig þú hefðir nú séð þetta allt saman fyrir og reynt að vara alla við. Hvernig stendur á því að enginn hlustaði á þig? Eða, hvernig stendur þá á því að í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika, sem kom út í maí, er ekki gerð grein fyrir þeirri stórhættu sem þú varst búinn að sjá. Hlustaði kannski enginn í Seðlabankanum á þig heldur? Við könnumst við þetta. Það er heldur ekkert oft hlustað á okkur Framsóknarmenn. En, hvað með vin þinn, Geir? Af hverju trúði hann þér ekki? Þú getur trúað okkur fyrir þessu, við skulum ekkert fara lengra með það. Við kjöftum ekki frá vinum okkar.

Annað sem við getum rætt er þetta með Bretana. Við urðum rosalega spennt þegar þú sagðist vita hvers vegna Bretarnir hefðu notað hryðjuverkalög á okkur Íslendinga. Urðum síðan pínu skúffuð þegar þú vildir ekki segja af hverju. Við þekkjum nefnilega fólk, nánar tiltekið 80.385 karla og konur, sem eru svo reið út af þessum prakkaraskap í Gordon Brown að þau skrifuðu sig á heimasíðu til að segja honum að við séum ekki hryðjuverkamenn. Þau langar örugglega öll að vita af hverju Gordon gerði þetta. Við vitum reyndar að svona merkilegir menn eins og þú vita fullt af hlutum sem venjulegt fólk má ekki vita. En þá var nú soldið ljótt af þér að segja okkur að þú vissir. Varstu kannski að monta þig?

Best fannst okkur samt að heyra að þú ætlar sko ekki að sitja sem bankastjóri ef í ljós kemur að þú hefur ekki staðið þig. Það er gott að vita að þú lætur þér ekki detta í hug að vera áfram bankastjóri ef sú staða kemur upp að enginn vill hafa þig. Það er karakter.

Það er svo margt, margt fleira sem þú sagðir í á þriðjudaginn sem okkur langar til að ræða við þig. Svo endilega láttu okkur vita hvenær þú getur kíkt við. Við verðum með opið hús fyrir þig og aðra áhugasama á Hverfisgötu 33 frá kl. 12 til 14 laugardaginn 22. nóvember nk. Fátt er betra en grjónagrautur og slátur í hádeginu.

Kær kveðja,
Ungir framsóknarmenn

mbl.is Davíð kallaður fyrir þingnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUFari vikunnar

SUFari vikunnar að þessu sinni er Inga Guðrún Kristjánsdóttir.

Til að lesa viðtal við SUFara vikunnar þá smellið hér. 


Sparnaðarráð SUF

Stilltu gang bílsins. Kostnaðurinn sem því fylgir skilar sér fljótt aftur í minni bensíneyðslu og heilnæmara umhverfi.

Ópólitísk bankaráð eru framtíðin

Það er erfitt að fylgjast með aðgerðum stjórnvalda þessa dagana. Það er eins og ríkisstjórnin sé harðákveðin í að taka nokkur skref aftur í tímann í stað þess að læra af reynslunni og taka skref fram á við. Ríkisstjórnin er ekki að hlusta á almenning sem krefst þess að einstaklingar sem valdir eru af faglegum ástæðum stjórni bönkum og að bankarnir verði ekki vinnustaðir flokksgæðinga.

Bryndís Gunnlaugsdóttir ritar að þessu sinni pistil um bankaráð.

Meira hér


Sparnaðarráð SUF 13 Nóvember

Lestu bók í staðin fyrir að leigja mynd.

SUFari vikunnar

SUFari vikunnar að þessu sinni er Ármann Ingi Sigurðsson.

Meira hér.


Sparnaðarráð SUF 12 Nóvember

Hollur matur er oft ódýrari

Ákvörðun Bjarna Harðarsonar

Í dag sagði Bjarni Harðarson af sér sem þingmaður Framsóknarflokksins. Kom það í kjölfarið á illa ígrundaðri, óyfirvegaðri og óskynsamlegri ákvörðun sem varðaði fyrirhugaðar nafnlausar tölvupóstsendingar.

Hlini Melsteð Jóngeirsson skrifar um afsögn Bjarna Harðarsonar

Meira hér


mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaðarráð SUF 11 Nóvember

Að ganga, hjóla eða taka strætó sparar pening og er umhverfisvænni kostur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband