19.1.2009 | 16:03
Lifi byltingin!
Okkur tókst það og ungt fólk í framsóknarflokknum brosir út að eyrum. Á leið út úr Valsheimilinu á Hlíðarenda seint í gærkvöldi þegar búið var að ganga frá eftir 30. flokksþing framsóknarmanna sagði einn SUF-ari við mig: Við þurfum að gera þetta oftar. Hvað þá? spurði ég á móti. Að bylta stjórnmálaflokkum segir þá SUF-arinn. Það var ekki fyrr en þá sem ég áttaði mig á því hvað í raun og veru hafði gerst um helgina. Ungt fólk sem krafðist breytinga hafði gert byltingu í þessum elsta stjórnmálaflokki landsins.
Það eru óvenjulegir tímar og fólk virðist tilbúið til óvenjulegra hluta sagði nýr formaður flokksins þegar hann gaf kost á sér. Hann hafði rétt fyrir sér. Meðalaldur nýrrar forystusveitar flokksins er aðeins 33 ár og verður það að teljast óvenjulegt í íslenskum stjórnmálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður er aðeins 33 ára SUF-ari. Hann er yngsti formaður flokksins frá upphafi. Birkir Jón Jónsson, varaformaður er 29 ára SUF-ari. Eygló Harðardóttir, ritari er 36 ára og nýskriðin af SUF-aldri.
Pistil dagsins skrifar Eggert Sólberg Jónsson og smelltu hér til að sjá hann í heild sinni.
Flokknum bjargað, segir Siv | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook