18.8.2008 | 13:34
Sumarmorgun í Ásbyrgi
Í gærmorgun vaknaði ég í tjaldi í Ásbyrgi eftir velheppnaða sumarhátíð framsóknarfólks í Norðausturkjördæmi sem fram fór á laugardagskvöldið. Það er nánast ómögulegt að lýsa þeim straumum sem um smágerðan manninn fara þegar komið er út úr tjaldi að morgni á svo mögnuðum stað. Umhverfis mann er hátt og fagurt byrgið sem Sleipnir sporaði forðum. Einar Benediktsson fangaði vel þær tilfinningar sem bærast um í brjósti þess sem stendur í svipuðum sporum þegar hann segir í kvæðinu Sumarmorgunn í Ásbyrgi.
Eggert Sólberg Jónsson skrifar um Ásbyrgi, lesið meira hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook