2.3.2009 | 22:20
Ráðþrota ríkistjórn
Fyrir viku síðan kynnti forysta Framsóknarflokksins á blaðamannafundi tillögur til úrbóta í efnahagsmálum þjóðarinnar. Eins ótrúlegt og það kann að hljóma eru þetta einu útfærðu tillögurnar í atvinnu- og efnahagsmálum sem íslenskur stjórnmálaflokkur hefur lagt fram til þess að ráða bót á þeirri stöðu sem uppi er í dag, þ.e. að mögulega verði hér kerfishrun, fyrirtækin í landinu eru að klára sitt eigið fé og heimilin eru að kanna hvernig best er að fara í þrot. Maður hefði því haldið að aðrir stjórnmálaflokkar kæmu til með að fagna þeirri vinnu sem framsóknarmenn höfðu lagt í en nei, annað kom á daginn.
Jóhanna Sigurðardóttir var fyrst til þess að tjá sig um tillögurnar. Bersýnilega hafði hún ekki kynnt sér þær þegar hún gaf út þá yfirlýsingu að Íbúðalánasjóður færi lóðbeint á hausinn. Hefði hún lesið tillögurnar vissi hún að nýju bankarnir fengu á sínum tíma lánasöfn gömlu bankanna með verulegum afslætti eða 50%. Með því að færa lánin yfir til Íbúðalánasjóðs á sama verði er tryggt að sú niðurfelling sem þegar hefur átt sér stað skili sér til skuldara.
Eggert Sólberg Jónsson skrifar um ríkistjórn Íslands.
3 milljarðar sagðir afskrifaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook