28.10.2008 | 15:31
Nýir tímar
Þessa daganna er ávallt verið að ræða um allt hið nýja. Nýi Landsbankinn, nýi Glitnir og nýi Kaupþing. Ég held að skammsýni sé ráðandi ef ekki á að ganga lengra. Peningamálastefnan sem hefur verið við lýði er fallin um sjálft sig vegna óhóflegrar útþenslu bankanna og algjörs misbrests í eftirliti með bönkum landsmanna. Sjálfstæðismenn höfðu enga hugsjón ráðandi í seinustu kosningabaráttu en skutu þeirri staðreynd fram að þeir væru góðir að stjórna.
Hlini Melsteð Jóngeirsson skrifar að þessu sinni pistil um samfélagsbreytingar á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook