Rússíbanareið

Ég skrifaði síðasta pistil minn á suf.is fyrir viku síðan rétt eftir að forsætisráðherra tilkynnti í aukafréttatíma Sjónvarpinu að ekki yrði gripið til neinna sérstakra ráðstafana vegna þeirrar stöðu sem upp var komin í efnahagslífi þjóðarinnar enda væri ekki ástæða til þess. Fjallið tók joðsótt og það fæddist mús hugsaði maður með sér. Þegar Geir vaknaði á mánudagsmorgun blasti hins vegar við honum öllu verri staða. Það var þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar þörf á sérstökum aðgerðum enda voru tveir af þremur stærstu bönkum þjóðarinnar nánast komnir að fótum fram.

Á mánudagsmorgun boðar Geir formenn stjórnarandstöðuflokkanna á sinn fund þar sem hann gerir þeim í fyrsta sinn grein fyrir þeirri stöðu sem upp er komin. Hann boðar að lagt verði fram frumvarp sem hafi það að markmiði að tryggja áframhaldandi almenna bankastarfssemi í landinu sem og að tryggja innstæður almennings í bönkunum. Loks var Íbúðalánasjóði veitt heimild til þess að taka yfir íbúðalán í eigu annarra fjármálastofnana sem kemur í veg fyrir að almenningur tapi húsnæði sínu þó svo lánveitandinn fari í þrot. 

Eggert Sólberg Jónsson skrifar um stöðu mála í dag. Pistilinn má lesa í heild sinni hér.


mbl.is Fundað stíft með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband