Alvarleg staða í íslensku efnahagslífi

Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um stöðuna í íslensku efnahagslífi.

Ungir framsóknarmenn í Reykjavík lýsa yfir verulegum áhyggjum af grafalvarlegri stöðu efnahagsmála nú um mundir. Það liggur fyrir að allt þetta ár hafa verið blikur á lofti um harða lendingu í íslensku efnahagslífi. Nú steðjar að vandi sem meðal annars á upptök sín í alþjóðlegri fjármálakreppu en auk þess eru hér aðstæður sem aðrar þjóðir standa ekki frammi fyrir. Stjórnvöld hafa allt þetta ár flotið sofandi að feigðarósi og það er grátlegt að rifja upp yfirlýsingar ráðamanna undanfarnar vikur og mánuði. Gengi íslensku krónunnar er í frjálsu falli og afleiðingunum verður vart lýst öðruvísi en að hér ríki gjaldeyriskreppa. Lífskjaraskerðing, fjöldagjaldþrot og atvinnuleysi blasa við fjöldamörgum heimilum og fyrirtækjum. Nauðsynlegt er að ráðast strax í samhentar aðgerðir með það að markmiði að snúa við þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp.

Ályktunin má sjá í heild sinni hér. 


mbl.is Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband