6.10.2008 | 12:29
Ráðaleysi í efnahagsmálum
Nú er rúmlega ár frá því að framsóknarmenn vöruðu við að alþjóðleg fjármálakreppa gæti skollið á hér á landi og gera þyrfti ráðstafanir til að mæta þeirri stöðu. Eftir mesta uppgangstímabil Íslandssögunnar voru blikur á lofti um alþjóðlegan vanda sem gæti komið illa niður á Íslendingum þar sem heldur geyst hafi verið farið hér á landi í fjárfestingum og lántökum í einkageiranum. Ríkissjóður var samt sem áður skuldlaus sem er fátítt í samfélagi þjóðanna.
Ítrekaðar tillögur framsóknarmanna í efnahagsmálum
Haustið 2007 og sumarið 2008 hefur þingflokkur Framsóknarflokksins lagt fram ítarlegar tillögur í efnahagsmálum, í anda samvinnuhugsjónarinnar sem hefur svo oft komið þessari þjóð til bjargar, þar sem hjarta hefur slegið í takt með aðilum vinnumarkaðarins, fyrirtækja og virtra fræðimanna sem hafa tekið undir.
Agnar Bragi Bragasson skrifar um efnahagsmálastefnu ríkistjórnarinnar að þessu sinni. Greinina má sjá í heild sinni hér.
Lokað fyrir viðskipti með bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Facebook