10.9.2008 | 10:04
Innantóm loforð Samfylkingarinnar
Á 4 ára fresti er kosið til Alþingis og allir stjórnmálaflokkar leggja fram stefnuskrá þar sem fram kemur hverju flokkarnir vilja koma áleiðis. Síðan eru yfirleitt 2-4 ákveðin mál sem eru keyrð áfram af meiri krafti en önnur, þetta eru oftast áberandi kosningaloforð stíluð á ákveðin markhóp. Allir flokkar gera þetta, Framsókn sem og aðrir. En þeir flokkar sem komast í ríkisstjórn eru hins vegar ábyrgir fyrir því að reyna að koma sínum kosningaloforðum í framkvæmd.
Bryndís Gunnlaugsdóttir ritar að þessu sinni um kosningaloforð Samfylkingarinnar. Meira hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook