Til hamingju Reykjavík

Loksins getum við Reykvíkingar haldið áfram. Nýi meirihlutinn mun byggja að stærstum hluta á þeim góða málefnasamningi sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabils. Stjórnmálin byggjast á mismunandi hugmyndum og stefnum, en einnig getu til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Það er til marks um virkni lýðræðisins að Framsóknarflokkur sleit fyrra samstarfi vegna skoðanaágreinings um mikilvæga hagsmuni borgarbúa í REI málinu. Nú hefur fundist farsæl lausn á því máli og nú heldur meirihlutinn áfram, eftir hliðarspor síðustu mánaða sem var borgarbúum sannarlega ekki að skapi. Eftir árslanga óstjórn og vandræðagang þá heldur borgin áfram með atvinnuuppbyggingu, ábyrga fjármálastjórn, frístundakortin eða framsóknarkortin eins og þau eru kölluð, öflugra almannasamgöngukerfi og úrlausn brýnna verkefna eins og í málefnum Vatnsmýrar og Sundabrautar. Í dag er því góður dagur.

Hin raunverulega siðlausa klækjapólitík

Það liggur fyrir að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, hafnaði boði Óslars Bergssonar um endurnýjun R lista samstarfs og sló R listann út af borðinu. Það var hans verk. Það liggur líka fyyir að það voru Vinstri grænir sem sprengdu R listann í loft upp á sínum tíma þegar Framsóknarflokkur vildi halda því samstarfi áfram. Það voru Vinstri grænir. Það liggur einnig fyrir að framámenn í Samfylkingu hafa talað fyrir þvi að Samfylking og Vinstri grænir myndu starfa saman í borgarstjórn í tilefni skoðanankönnunar sem sýndi að þessir flokkar gætu hugsanlega tveir myndað meirihluta. Málefnin koma svo seinna. Samfylking pantaði svo skoðanakönnun hjá Félagsvísindastofnun Háskólans þar sem ekki var einu sinni spurt um Óskar Bergsson. (Það vekur furðu að hægt sé að panta slík vinnubrögð hjá þeirri ágætu stofnun þó hægt sé að panta kannanir). Fólk þarf virkilega að gera sér grein fyrir því stórslysi sem þessir flokkar gætu valdið borginni og íslensku samfélagi ef þeir tveir næðu meirihluta í borginni. Það vita allir að Framsóknarflokkurinn var límið í R listanum og fulltrúi skynseminnar, ábyrgrar félagshyggju og uppbyggingar á innviðum borgarinnar og fyrirtækjum hennar. Að halda öðru fram er sögufölsun og móðgum við alla hugsamdi menn. Að halda því fram að svokallaður Tjarnarkvartett hafi verið betri lausn er út úr kortinu, bæði málefnalega og varðandi samstarfsvlja persóna þar. Það er engin tilviljun að kvartettinn gaf ekki út málefnasamning í þá 100 daga sem hann lifði. Engin samstaða var um neitt nema að halda völdum á meðan hagsmunir borgarbúa biðu tjón. Það er barnalegt að halda því fram að þetta samstarf hafi getað virkað. Það stefndi í stjórnarkreppu í borginni. Það er ekki það sem samfélagið þarf á tímum þar sem efnahagsástandið þarf styrka hönd og atvinnuuppbyggingu, eitthvað sem dauf og vonlaus ríkisstjórn er ekki að vinna að. Ég mæli því með að hvers konar mótmæli nú á dögum ættu að vera við stjórnaráðið þar sem hægri ríkisstjórn krata og sjálfstæðismanna hefur náð að að missa 70% fylgi niður í 50% fylgi, það stefnir í fjöldaatvinnuleysi, fjöldagjaldþrot, íburður stórnarherranna og frúanna hefur aldrei verið meiri, í ömurlegri ríkisstjórn sem virðist ekki vera með jarðtenginu við fólkið í landinu. Því ættu ungliðar krata og komma að mótmæla ríkisstjórninni, á málefnalegum forsendum því nóg er af málefnunum og glötuðum tækifærum á þeim bænum.

Agnar Bragi Bragason skrifar um siðferði í pólitík og stöðuna í Reykjavíkur borg, restin af greininni er að finna hér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband