24.8.2008 | 12:00
Ályktun stjórnar SUF um nýtjan meirihluta Í Reykjavíkurborg
Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsir yfir fullum stuðningi við borgarstjórnarflokk Framsóknarflokksins í Reykjavík og málefnasamning hins nýja meirihluta, þar sem sérstaklega er tekið á hagsmunamálum ungs fólks. Framsóknarflokknum hefur ótal sinnum verið treyst til að leysa flókin verkefni á erfiðum tímum í íslenskum stjórnmálum og stendur undir þeirri ábyrgð nú sem endranær. Nýr meirihluti kemur til með að ganga ákveðinn til verka með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi.
Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna
ályktunin er einnig birt á suf.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook