SUF harmar að mál Paul Ramses hafi ekki verið tekið til efnislegrar meðferðar

Samband ungra framsóknarmanna harmar mjög að mál Paul Ramses hafi ekki verið tekið til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun. Þrátt fyrir að heimilt sé að senda Paul til Ítalíu þar sem Ítalía ber ábyrgð á málsmeðferð hans samkvæmt Dublin-reglugerðinni þá hefði verið hægt í hans tilfelli að nýta grein í reglugerðinni er heimilar Íslendingum að taka málið í sínar hendur. Paul Ramses var hér á landi sem skiptinemi auk þess sem hann hefur starfað fyrir íslenskar hjálparstofnanir. Hann hefur því mikil tengsl við land og þjóð og hefði verið eðlilegt að málsmeðferð í hælisumsókn hans væri hér á landi.

Ályktunin í heild sinni er hægt að sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband