Samband ungra framsóknarmanna

Hlutverk SUF

Samband ungra framsóknarmanna var stofnað að Laugarvatni árið 1938. Það samanstendur af 19 aðildarfélögum víðast hvar um landið.

Í lögum SUF segir að hlutverk sambandsins sé að efla og samræma starf félaga ungs framsóknarfólks, auka þátttöku og efla hlut félagsmanna sinna í starfi Framsóknarflokksins og afla flokknum fylgis á meðal ungs fólks.

Meginhlutverk SUF má segja að sé þrenns konar:

Í fyrsta lagi að efla og samræma starf FUF-félaganna um landið. Mikilvægt er að SUF styðji við starf FUF félaganna og veiti þá aðstoð sem er á færi SUF að veita.

Í öðru að auka þátttöku og áhrif ungra framsóknarmanna í starfi Framsóknarflokksins.

Í þriðja lagi að afla Framsóknarflokknum fylgis á meðal ungs fólks.

Helstu stofnanir samtakanna eru sambandsþing sem haldið er árlega, 13 manna stjórn sem hittist mánaðarlega og 5 manna framkvæmdastjórn sem sér um daglegan rekstur samtakanna. Fastanefndir SUF eru þrjár: Þjóðmálanefnd, Utanríkismálanefnd og Fræðslu- og kynningarnefnd.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Samband ungra framsóknarmanna

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband