Sparnaðarráð SUF 3 Nóvember

Notaðu gamla og lúna banana í brauð og kökur.

Alsaklaus í illþyrmislegu löggugabbi

Lögregla leitaði nýverið í húsakynnum ungs austfirðings að fíkniefnum. Ekkert fannst. Breskar rannsóknir sýna að þrátt fyrir fleiri leitir lögreglu fjölgi handteknum ekki.

Gunnar Gunnarsson spyr um afleiðingar árangurslausra leita.

Meira hér.

Sparnaðarráð SUF 1 Nóvember

Heimagerð lúxus-sápa, algjörlega tilvalin til jólagjafa.

Smellið hér fyrir uppskrift og leiðbeiningar hvernig skal búa til lúxussápu.


Sparnaðarráð SUF 31 Október

Unnin matvara er oft dýrasti maturinn. Þú getur haft gott tímakaup við
það að útbúa til dæmis hamborgarana, fiskbollurnar, pizzurnar, súpurnar
eða ofnfiskréttina sjálf. Staldraðu við og berðu saman verð í
versluninni þinni og mundu að athuga kílóverð á pakkningum eða hillum,
það er hið raunverulega verð.

Áfram Ísland

Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar fyrir alla íslendinga. Á hverjum degi birtast fréttir af hópuppsögnum víðsvegar um landið á sama tíma og ósamstæð ríkisstjórn getur ekki verið sammála um hvort vaxtahækkanir séu einkaákvörðun Davíðs Oddssonar eða skilyrði frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Á svona dögum er mikilvægt að leita til jákvæðra atburða. Í gær sigraði íslenska karlalandsliðið í handbolta Belgíu mjög auðveldlega og var það mjög gott fyrir þjóðarstoltið.

 Bryndís Gunnlaugsdóttir Formaður SUF skrifar að þessu sinni pistil um þjóðarandann. 

Meira hér


mbl.is Skjárinn segir öllum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaðarráð SUF 30 Oktbóber

Ekki aka með óþarfa hluti sem auka þyngd bílsins. Hvert aukakíló eykur bensíneyðslu.

SUFari vikunnar.

SUFari vikunnar að þessu sinni er Fanný Guðbjörg Jónsdóttir.

Til að lesa meira um SUFara vikunnar smellið þá hér. 


Sparnaðarráð SUF 29 Október

Heimatilbúinn ís fyllir upp í frystinn sem eyðir í leiðinni minna rafmagni.


Sparnaðarráð SUF 28. Október


Safnaðu klinki í bauk. Margt smátt gerir eitt stórt.

Nýir tímar

Þessa daganna er ávallt verið að ræða um allt hið nýja. Nýi Landsbankinn, nýi Glitnir og nýi Kaupþing. Ég held að skammsýni sé ráðandi ef ekki á að ganga lengra. Peningamálastefnan sem hefur verið við lýði er fallin um sjálft sig vegna óhóflegrar útþenslu bankanna og algjörs misbrests í eftirliti með bönkum landsmanna. Sjálfstæðismenn höfðu enga hugsjón ráðandi í seinustu kosningabaráttu en skutu þeirri staðreynd fram að þeir væru góðir að stjórna.

Hlini Melsteð Jóngeirsson skrifar að þessu sinni pistil um samfélagsbreytingar á Íslandi.

Meira hér. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband